Lyman er í höndum Úkraínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2022 12:30 Úkraínskir hermenn á ferðinni í austurhluta landsins. Getty/Scott Peterson Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd. Rússar hafa notað Lyman sem birgðastöð og fyrir árásir þeirra í Donetsk og yrði tap bæjarins mikið högg fyrir þá. Áðurnefndur talsmaður sagði að með því að frelsa Lyman opnaðist leið fyrir Úkraínumenn inn í Luhansk-hérað, sem Rússar stjórna að mestu. Talsmaður úkraínska hersins sagði blaðamönnum í morgun að allt að fimm þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn væru umkringdir en talan gæti verið lægri vegna mikils mannfalls og tilrauna Rússa til að brjóta sér leið út úr umsátrinu. Talsmaðurinn sagði einnig að einhverjir rússneskir hermenn væru að gefast upp og margir hefðu fallið eða særst. Skömmu fyrir hádegið byrjuðu þó að berast fregnir af því að flestir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið Lyman og barst myndefni af úkraínskum hermönnum í borginni. Einhverjir hermenn eru sagðir vera þar áfram en það er óstaðfest eins og er. Ukraine's armed forces raising the blue and yellow flag above the #Lyman entrance sign on the outskirts of the city. "Stabilisation measures" are being carried out, eastern command says, amid reports that around 5000 Russian soldiers remain trapped inside pic.twitter.com/xWnp4YbkX7— Luke Harding (@lukeharding1968) October 1, 2022 Þá er einnig enn óljóst hvort einhverjir rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir, eins og áðurnefndur talsmaður hélt fram í morgun. Flestir sagðir hafa hörfað Það að Rússar hafi mögulega hörfða frá Lyman rímar við fregnir gærdagsins og það að Úkraínumenn hafi haldið einni undankomuleið opinni fyrir Rússa og undirbúið árásir á rússneskar hersveitir á ferðinni. Þannig hefðu Úkraínumenn geta breytt skipulögðu undanhaldi í almennan flótta og valdið miklu mannfalli meðal Rússa. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Myndbandið sem sjá má hér að neðan er sagt hafa verið tekið í gær og sýna rússneska hermenn yfirgefa Lyman. Það vekur athygli að þar má sjá fjölmarga hefðbundna bíla í röðinni, sem rússneskir hermenn virðast hafa tekið. Engar stórskotaliðsárásir sjást þó sem gæti þýtt að Úkaínumönnum hafi ekki tekist að gera árásir á Rússa þegar þeir hörfuðu. Þá eru Rússar sagðir hafa sprengt upp brú á eftir sér. A column of Russians leaving the Lyman through the village of Zarichne, September 30. pic.twitter.com/02ZAO2oOQq— English (@TpyxaNews) October 1, 2022 Þá eru einnig að berast óstaðfestar fregnir af því að Úkraínumenn hafi haldlagt mikið af hergögnum sem rússnekir hermenn eru sagðir hafa skilið eftir á undanhaldinu. Hér að neðan má sjá myndband af T-90A skriðdreka sem Rússar eru sagðir hafa yfirgefið nærri Lyman. Þessir skriðdrekar eru meðal þeirra háþróuðustu sem framleiddir eru í Rússlandi. #Ukraine: Another T-90A in good condition was abandoned by Russian forces in the East. pic.twitter.com/zbheT1zJat— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 1, 2022 Innlimaði Lyman í gær Bæði Donetsk og Luhansk eru meðal þeirra héraða sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir í gær að hefðu verið innlimuð í rússneska sambandsríkið. Rússar lýstu í gær yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Úkraínumenn segja það gera út af við möguleikann á friðarviðræðum og heita því að frelsa öll héruð landsins og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Pútín var vígreifur í garð Vesturlanda í ræðu sem hann hélt í gær og gaf meðal annars til kynna að notkun kjarnorkuvopna kæmi til greina. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sem eru helstu bakhjarlar Úkraínu, sagði í gær að innlimunin og ógnanir Pútins myndu ekki breyta neinu. Bandaríkin og heimurinn allur myndi ekki viðurkenna innlimunina. Ukrainian soldiers pulling down the Russian flag in recently liberated Shandryholove, Donetsk Oblast. pic.twitter.com/CSbLXB09iC— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) October 1, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Rússar hafa notað Lyman sem birgðastöð og fyrir árásir þeirra í Donetsk og yrði tap bæjarins mikið högg fyrir þá. Áðurnefndur talsmaður sagði að með því að frelsa Lyman opnaðist leið fyrir Úkraínumenn inn í Luhansk-hérað, sem Rússar stjórna að mestu. Talsmaður úkraínska hersins sagði blaðamönnum í morgun að allt að fimm þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn væru umkringdir en talan gæti verið lægri vegna mikils mannfalls og tilrauna Rússa til að brjóta sér leið út úr umsátrinu. Talsmaðurinn sagði einnig að einhverjir rússneskir hermenn væru að gefast upp og margir hefðu fallið eða særst. Skömmu fyrir hádegið byrjuðu þó að berast fregnir af því að flestir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið Lyman og barst myndefni af úkraínskum hermönnum í borginni. Einhverjir hermenn eru sagðir vera þar áfram en það er óstaðfest eins og er. Ukraine's armed forces raising the blue and yellow flag above the #Lyman entrance sign on the outskirts of the city. "Stabilisation measures" are being carried out, eastern command says, amid reports that around 5000 Russian soldiers remain trapped inside pic.twitter.com/xWnp4YbkX7— Luke Harding (@lukeharding1968) October 1, 2022 Þá er einnig enn óljóst hvort einhverjir rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir, eins og áðurnefndur talsmaður hélt fram í morgun. Flestir sagðir hafa hörfað Það að Rússar hafi mögulega hörfða frá Lyman rímar við fregnir gærdagsins og það að Úkraínumenn hafi haldið einni undankomuleið opinni fyrir Rússa og undirbúið árásir á rússneskar hersveitir á ferðinni. Þannig hefðu Úkraínumenn geta breytt skipulögðu undanhaldi í almennan flótta og valdið miklu mannfalli meðal Rússa. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Myndbandið sem sjá má hér að neðan er sagt hafa verið tekið í gær og sýna rússneska hermenn yfirgefa Lyman. Það vekur athygli að þar má sjá fjölmarga hefðbundna bíla í röðinni, sem rússneskir hermenn virðast hafa tekið. Engar stórskotaliðsárásir sjást þó sem gæti þýtt að Úkaínumönnum hafi ekki tekist að gera árásir á Rússa þegar þeir hörfuðu. Þá eru Rússar sagðir hafa sprengt upp brú á eftir sér. A column of Russians leaving the Lyman through the village of Zarichne, September 30. pic.twitter.com/02ZAO2oOQq— English (@TpyxaNews) October 1, 2022 Þá eru einnig að berast óstaðfestar fregnir af því að Úkraínumenn hafi haldlagt mikið af hergögnum sem rússnekir hermenn eru sagðir hafa skilið eftir á undanhaldinu. Hér að neðan má sjá myndband af T-90A skriðdreka sem Rússar eru sagðir hafa yfirgefið nærri Lyman. Þessir skriðdrekar eru meðal þeirra háþróuðustu sem framleiddir eru í Rússlandi. #Ukraine: Another T-90A in good condition was abandoned by Russian forces in the East. pic.twitter.com/zbheT1zJat— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 1, 2022 Innlimaði Lyman í gær Bæði Donetsk og Luhansk eru meðal þeirra héraða sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir í gær að hefðu verið innlimuð í rússneska sambandsríkið. Rússar lýstu í gær yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Úkraínumenn segja það gera út af við möguleikann á friðarviðræðum og heita því að frelsa öll héruð landsins og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Pútín var vígreifur í garð Vesturlanda í ræðu sem hann hélt í gær og gaf meðal annars til kynna að notkun kjarnorkuvopna kæmi til greina. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sem eru helstu bakhjarlar Úkraínu, sagði í gær að innlimunin og ógnanir Pútins myndu ekki breyta neinu. Bandaríkin og heimurinn allur myndi ekki viðurkenna innlimunina. Ukrainian soldiers pulling down the Russian flag in recently liberated Shandryholove, Donetsk Oblast. pic.twitter.com/CSbLXB09iC— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) October 1, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24