„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 17:09 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í dag. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. „Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
„Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16