Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 12:16 Úkraínskur hermaður hvílir sig við rússneskan bryndreka sem skilinn var eftir í Kharkív-héraði fyrr í mánuðinum. Getty/Metin Aktas Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. Donetsk er eitt fjögurra sem Rússar ætla að innlima. Takist Úkraínumönnum að stökkva Rússum á flótta á svæðinu gæti það opnað leið fyrir þá lengra inn í Donetsk og inn í Luhansk-hérað, sem Rússar ætla einnig að innlima. Óstaðfestar fregnir af svæðinu herma að rússneskir hermenn undirbúi nú að hörfa frá Lyman til austurs í gegnum umsátur Úkraínumanna. Sjá einnig: Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Bærinn er ekki talin umkringdur að fullu og eru Rússar sagðir eiga eina undakomuleið, sem Úkraínumenn hafi þó undirbúið árásir á. Þó er vert að benda á að ástandið við Lyman er að mörgu leyti óljóst og er til að mynda ekki vitað hve margir rússneskir hermenn eru í og við borgina. Á kortinu hér að neðan má sjá grófa mynd af því hvernig staðan við Lyman var í gær. Hún er sögð hafa versnað töluvert fyrir Rússa síðan þá. Gagn-gagnárásir Rússa hafa ekki komið í veg fyrir umsátrið. Eastern #Ukraine Update:Ukrainian troops have likely nearly completed the encirclement of the #Russian grouping in #Lyman and cut critical ground lines of communication (GLOCS) that support Russian troops in the Drobysheve-Lyman area. /1https://t.co/RzCU0FE42G pic.twitter.com/ltaaysjQxg— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2022 Reyni Rússar að hörfa má gera ráð fyrir því að Úkraínumenn muni reyna að gera árásir á þá og stökkva þeim á óskipulagðan flótta, með því markmiði að valda mannfalli og óreiðu meðal herafla Rússlands á svæðinu. Myndefni af grönduðum rússneskum skrið- og bryndrekum og líkum rússneskra hermanna við Lyman hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag, eftir að Rússar voru sagðir hafa hörfað frá bæjum og þorpum nærri Lyman. Rússneskur herbloggari segir úkraínskar hersveitir byrjaðar að nálgast undamkomuleiðina frá Lyman. Rússneskir bloggarar sem fjalla um málefni hersins mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum. Þeir hafa haft verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman um nokkuð skeið. Russian tank hit by Ukrainian soldiers from FGM-148 Javelin pic.twitter.com/3znYDviinI— Paul Jawin (@PaulJawin) September 30, 2022 Eiga erfitt á víglínunum Úkraínumenn hafa unnið að því að umkringja Lyman í nokkra daga en sóknin gegn borginni hófst eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði fyrr í þessum mánuði. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að skyndi-innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu séu viðbrögð við því að Rússar eigi í erfiðleikum á víglínunum í Úkraínu. Hersveitir Rússa hafa ekki gert vel heppnaðar sóknir gegn Úkraínumönnum um mánaðaskeið og eru á hælunum víðast hvar. #Ukraine: The Ukrainian 3rd Tank Brigade targeted three Russian tanks, with at least one destroyed. pic.twitter.com/er77L6btGd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 #Ukraine: A Russian T-72B3 tank was taken out by an ATGM fired by the Ukrainian 95th Brigade in the vicinity of Olhivka, #Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/tHmbWtkXsP— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Donetsk er eitt fjögurra sem Rússar ætla að innlima. Takist Úkraínumönnum að stökkva Rússum á flótta á svæðinu gæti það opnað leið fyrir þá lengra inn í Donetsk og inn í Luhansk-hérað, sem Rússar ætla einnig að innlima. Óstaðfestar fregnir af svæðinu herma að rússneskir hermenn undirbúi nú að hörfa frá Lyman til austurs í gegnum umsátur Úkraínumanna. Sjá einnig: Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Bærinn er ekki talin umkringdur að fullu og eru Rússar sagðir eiga eina undakomuleið, sem Úkraínumenn hafi þó undirbúið árásir á. Þó er vert að benda á að ástandið við Lyman er að mörgu leyti óljóst og er til að mynda ekki vitað hve margir rússneskir hermenn eru í og við borgina. Á kortinu hér að neðan má sjá grófa mynd af því hvernig staðan við Lyman var í gær. Hún er sögð hafa versnað töluvert fyrir Rússa síðan þá. Gagn-gagnárásir Rússa hafa ekki komið í veg fyrir umsátrið. Eastern #Ukraine Update:Ukrainian troops have likely nearly completed the encirclement of the #Russian grouping in #Lyman and cut critical ground lines of communication (GLOCS) that support Russian troops in the Drobysheve-Lyman area. /1https://t.co/RzCU0FE42G pic.twitter.com/ltaaysjQxg— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2022 Reyni Rússar að hörfa má gera ráð fyrir því að Úkraínumenn muni reyna að gera árásir á þá og stökkva þeim á óskipulagðan flótta, með því markmiði að valda mannfalli og óreiðu meðal herafla Rússlands á svæðinu. Myndefni af grönduðum rússneskum skrið- og bryndrekum og líkum rússneskra hermanna við Lyman hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag, eftir að Rússar voru sagðir hafa hörfað frá bæjum og þorpum nærri Lyman. Rússneskur herbloggari segir úkraínskar hersveitir byrjaðar að nálgast undamkomuleiðina frá Lyman. Rússneskir bloggarar sem fjalla um málefni hersins mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum. Þeir hafa haft verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman um nokkuð skeið. Russian tank hit by Ukrainian soldiers from FGM-148 Javelin pic.twitter.com/3znYDviinI— Paul Jawin (@PaulJawin) September 30, 2022 Eiga erfitt á víglínunum Úkraínumenn hafa unnið að því að umkringja Lyman í nokkra daga en sóknin gegn borginni hófst eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði fyrr í þessum mánuði. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að skyndi-innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu séu viðbrögð við því að Rússar eigi í erfiðleikum á víglínunum í Úkraínu. Hersveitir Rússa hafa ekki gert vel heppnaðar sóknir gegn Úkraínumönnum um mánaðaskeið og eru á hælunum víðast hvar. #Ukraine: The Ukrainian 3rd Tank Brigade targeted three Russian tanks, with at least one destroyed. pic.twitter.com/er77L6btGd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 #Ukraine: A Russian T-72B3 tank was taken out by an ATGM fired by the Ukrainian 95th Brigade in the vicinity of Olhivka, #Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/tHmbWtkXsP— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent