Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 00:06 Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er ekki á myndinni. Flokkur fólksins Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. Í tilkynningunni segist stjórnin hafa kannað málið vel en þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, stigu fram og lýstu lítilsvirðandi framkomu mannanna í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Stjórn flokks fólksins segir málið nú upplýst af þeirra hálfu en Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason hafi þegar kynnt úrsögn sína úr flokknum og þær samþykktar. Hún segir einnig tilkynningar um kynferðislega áreitni ekki beinast að Brynjólfi og Jóni. Hvað varðar Hjörleif Hallgríms Herbertsson segir í tilkynningunni að hann hafi verið sviptur félagsaðild. Ásakanir tveggja bæjarfulltrúa um kynferðislegt áreiti beinist gegn honum. Hallgrímur hafi jafnframt stuðlað að deilum innan flokksins með ósæmilegri framkomu og unnið gegn hagsmunum hans. „Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi. Einnig beinast ásakanir tveggja varabæjarfulltrúanna um kynferðislegt áreiti einungis gegn honum,“ segir í tilkynningunni. Stjórn flokksins rökstyður aðgerðir sínar gagnvart Hjörleifi með því að vitna í lög flokksins. „Sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skuli hann sviptur félagsaðild og skuli það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Fréttatilkynning stjórnar Flokks fólksins Stjórn Flokks fólksins barst fyrir nokkru meðfylgjandi yfirlýsing frá þremur varabæjarfulltrúum flokksins á Akureyri sem skipuðu 2., 4. og 5. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí sl. Í yfirlýsingunni kvennanna segir m.a. eftirfarandi: „Efstu konur á lista flokksins voru sífellt lítilsvirtar og hunsaðar. Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar.“ Á blaðamannafundi 19. september sl. greindu varabæjarfulltrúarnir frá því að þær hafi mátt sæta hótunum, kallaðar öllum illum nöfnum eins og eineltisseggir, mannorðsmorðingjar, illræmdir lygarar svo eitthvað sé nefnt. Þær hafa einnig sagt að samstarfið hafi valdið þeim andvökum, kvíða og gríðarlegri vanlíðan. Þær hafi ekki séð nein önnur ráð en að óska eftir hjálp frá forystu flokks fólksins. Yfirlýsing varabæjarfulltrúanna beinist að oddvita og varabæjarfulltrúum sem skipa 3. og 22. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Samkvæmt heimildum stjórnar beinast ásakanir um kynferðislegt áreiti ekki að oddvita og varabæjarfulltrúa þeim sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Stjórn Flokks fólksins hefur fundað ítrekað um málið og kynnt sér fyrirliggjandi gögn sem það varðar. Málið þykir upplýst af hálfu stjórnar. Oddviti framboðs Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og oddvitanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið sem kjörinn fulltrúi Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér virðið kjósendur flokksins og sýnið þeim þann heiðarleika að stíga til hliðar svo fulltrúar flokksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varabæjarfulltrúi sá er skipaði 3. sæti, á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og varabæjarfulltrúanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið í nefndum á vegum Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér víkið sæti úr þessum nefndum svo fulltrúar Flokks fólksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varðandi varabæjarfulltrúa þann er skipaði 22. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. Stjórn Flokks fólksins metur það svo að hann hafi með ósæmilegri framkomu sinni í garð varabæjarfulltrúa flokksins stuðlað að deilum innan flokksins og unnið þannig gegn hagsmunum hans. Þá hafa ummæli hans í fjölmiðlum undanfarið unnið gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins. Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi. Einnig beinast ásakanir tveggja varabæjarfulltrúanna um kynferðislegt áreiti einungis gegn honum. Af þessu sökum hefur stjórn Flokks fólksins ákveðið að svipta umræddan varabæjarfulltrúa félagsaðild að Flokki fólksins, með vísan til greinar 2.6 í samþykktum flokksins. Þar segir að sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skuli hann sviptur félagsaðild og skuli það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að í öllum samskiptum komi flokksmenn fram við hvert annað af virðingu, hlýhug og tillitssemi í samræmi við þann grunn sem flokkurinn byggir á. Áreiti, einelti, niðrandi tal eða önnur ósæmileg hegðun er ekki undir nokkrum kringumstæðum liðin í samskiptum flokksmanna. Slík framkoma vinnur gegn hagsmunum flokksins. Að mati stjórnar Flokks fólksins er máli þessu nú lokið af hálfu flokksins. Við vonum að flokksmenn sýni hverjir öðrum ávallt virðingu, hlýhug og tillitssemi svo allir fái notið sín. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Reykjavík, 29. september 2022 Stjórn Flokks fólksins Inga Sæland Guðmundur Ingi Kristinsson Sigurjón Arnórsson Kolbrún Baldursdóttir Birgir Jóhann Birgisson Jónína Björk Óskarsdóttir Rúnar Sigurjónsson Sigurður Steingrímsson Sigurjón Arnórsson Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í tilkynningunni segist stjórnin hafa kannað málið vel en þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, stigu fram og lýstu lítilsvirðandi framkomu mannanna í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Stjórn flokks fólksins segir málið nú upplýst af þeirra hálfu en Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason hafi þegar kynnt úrsögn sína úr flokknum og þær samþykktar. Hún segir einnig tilkynningar um kynferðislega áreitni ekki beinast að Brynjólfi og Jóni. Hvað varðar Hjörleif Hallgríms Herbertsson segir í tilkynningunni að hann hafi verið sviptur félagsaðild. Ásakanir tveggja bæjarfulltrúa um kynferðislegt áreiti beinist gegn honum. Hallgrímur hafi jafnframt stuðlað að deilum innan flokksins með ósæmilegri framkomu og unnið gegn hagsmunum hans. „Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi. Einnig beinast ásakanir tveggja varabæjarfulltrúanna um kynferðislegt áreiti einungis gegn honum,“ segir í tilkynningunni. Stjórn flokksins rökstyður aðgerðir sínar gagnvart Hjörleifi með því að vitna í lög flokksins. „Sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skuli hann sviptur félagsaðild og skuli það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Fréttatilkynning stjórnar Flokks fólksins Stjórn Flokks fólksins barst fyrir nokkru meðfylgjandi yfirlýsing frá þremur varabæjarfulltrúum flokksins á Akureyri sem skipuðu 2., 4. og 5. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí sl. Í yfirlýsingunni kvennanna segir m.a. eftirfarandi: „Efstu konur á lista flokksins voru sífellt lítilsvirtar og hunsaðar. Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar.“ Á blaðamannafundi 19. september sl. greindu varabæjarfulltrúarnir frá því að þær hafi mátt sæta hótunum, kallaðar öllum illum nöfnum eins og eineltisseggir, mannorðsmorðingjar, illræmdir lygarar svo eitthvað sé nefnt. Þær hafa einnig sagt að samstarfið hafi valdið þeim andvökum, kvíða og gríðarlegri vanlíðan. Þær hafi ekki séð nein önnur ráð en að óska eftir hjálp frá forystu flokks fólksins. Yfirlýsing varabæjarfulltrúanna beinist að oddvita og varabæjarfulltrúum sem skipa 3. og 22. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Samkvæmt heimildum stjórnar beinast ásakanir um kynferðislegt áreiti ekki að oddvita og varabæjarfulltrúa þeim sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Stjórn Flokks fólksins hefur fundað ítrekað um málið og kynnt sér fyrirliggjandi gögn sem það varðar. Málið þykir upplýst af hálfu stjórnar. Oddviti framboðs Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og oddvitanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið sem kjörinn fulltrúi Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér virðið kjósendur flokksins og sýnið þeim þann heiðarleika að stíga til hliðar svo fulltrúar flokksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varabæjarfulltrúi sá er skipaði 3. sæti, á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og varabæjarfulltrúanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið í nefndum á vegum Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér víkið sæti úr þessum nefndum svo fulltrúar Flokks fólksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varðandi varabæjarfulltrúa þann er skipaði 22. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. Stjórn Flokks fólksins metur það svo að hann hafi með ósæmilegri framkomu sinni í garð varabæjarfulltrúa flokksins stuðlað að deilum innan flokksins og unnið þannig gegn hagsmunum hans. Þá hafa ummæli hans í fjölmiðlum undanfarið unnið gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins. Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi. Einnig beinast ásakanir tveggja varabæjarfulltrúanna um kynferðislegt áreiti einungis gegn honum. Af þessu sökum hefur stjórn Flokks fólksins ákveðið að svipta umræddan varabæjarfulltrúa félagsaðild að Flokki fólksins, með vísan til greinar 2.6 í samþykktum flokksins. Þar segir að sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skuli hann sviptur félagsaðild og skuli það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að í öllum samskiptum komi flokksmenn fram við hvert annað af virðingu, hlýhug og tillitssemi í samræmi við þann grunn sem flokkurinn byggir á. Áreiti, einelti, niðrandi tal eða önnur ósæmileg hegðun er ekki undir nokkrum kringumstæðum liðin í samskiptum flokksmanna. Slík framkoma vinnur gegn hagsmunum flokksins. Að mati stjórnar Flokks fólksins er máli þessu nú lokið af hálfu flokksins. Við vonum að flokksmenn sýni hverjir öðrum ávallt virðingu, hlýhug og tillitssemi svo allir fái notið sín. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Reykjavík, 29. september 2022 Stjórn Flokks fólksins Inga Sæland Guðmundur Ingi Kristinsson Sigurjón Arnórsson Kolbrún Baldursdóttir Birgir Jóhann Birgisson Jónína Björk Óskarsdóttir Rúnar Sigurjónsson Sigurður Steingrímsson Sigurjón Arnórsson Svanberg Hreinsson
Fréttatilkynning stjórnar Flokks fólksins Stjórn Flokks fólksins barst fyrir nokkru meðfylgjandi yfirlýsing frá þremur varabæjarfulltrúum flokksins á Akureyri sem skipuðu 2., 4. og 5. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí sl. Í yfirlýsingunni kvennanna segir m.a. eftirfarandi: „Efstu konur á lista flokksins voru sífellt lítilsvirtar og hunsaðar. Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar.“ Á blaðamannafundi 19. september sl. greindu varabæjarfulltrúarnir frá því að þær hafi mátt sæta hótunum, kallaðar öllum illum nöfnum eins og eineltisseggir, mannorðsmorðingjar, illræmdir lygarar svo eitthvað sé nefnt. Þær hafa einnig sagt að samstarfið hafi valdið þeim andvökum, kvíða og gríðarlegri vanlíðan. Þær hafi ekki séð nein önnur ráð en að óska eftir hjálp frá forystu flokks fólksins. Yfirlýsing varabæjarfulltrúanna beinist að oddvita og varabæjarfulltrúum sem skipa 3. og 22. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Samkvæmt heimildum stjórnar beinast ásakanir um kynferðislegt áreiti ekki að oddvita og varabæjarfulltrúa þeim sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri. Stjórn Flokks fólksins hefur fundað ítrekað um málið og kynnt sér fyrirliggjandi gögn sem það varðar. Málið þykir upplýst af hálfu stjórnar. Oddviti framboðs Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og oddvitanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið sem kjörinn fulltrúi Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér virðið kjósendur flokksins og sýnið þeim þann heiðarleika að stíga til hliðar svo fulltrúar flokksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varabæjarfulltrúi sá er skipaði 3. sæti, á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. hefur þegar tilkynnt úrsögn sína úr Flokki fólksins til stjórnar flokksins. Úrsögn hans hefur verið samþykkt og varabæjarfulltrúanum sent eftirfarandi af formanni Flokks fólksins fyrir hönd stjórnar; „Úrsögn yðar hefur verið móttekin og samþykkt. Í ljósi þess að þér sitjið í nefndum á vegum Akureyrarbæjar í krafti lýðræðislegs umboðs Flokks fólksins er það eindregin ósk stjórnar flokksins að þér víkið sæti úr þessum nefndum svo fulltrúar Flokks fólksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra. Ástæða þykir að benda yður á að það hefur verið upplýst opinberlega að þér eruð ekki ásakaðir um kynferðislegt áreiti“ Varðandi varabæjarfulltrúa þann er skipaði 22. sæti á lista Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri þann 14. maí sl. Stjórn Flokks fólksins metur það svo að hann hafi með ósæmilegri framkomu sinni í garð varabæjarfulltrúa flokksins stuðlað að deilum innan flokksins og unnið þannig gegn hagsmunum hans. Þá hafa ummæli hans í fjölmiðlum undanfarið unnið gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins. Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi. Einnig beinast ásakanir tveggja varabæjarfulltrúanna um kynferðislegt áreiti einungis gegn honum. Af þessu sökum hefur stjórn Flokks fólksins ákveðið að svipta umræddan varabæjarfulltrúa félagsaðild að Flokki fólksins, með vísan til greinar 2.6 í samþykktum flokksins. Þar segir að sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skuli hann sviptur félagsaðild og skuli það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að í öllum samskiptum komi flokksmenn fram við hvert annað af virðingu, hlýhug og tillitssemi í samræmi við þann grunn sem flokkurinn byggir á. Áreiti, einelti, niðrandi tal eða önnur ósæmileg hegðun er ekki undir nokkrum kringumstæðum liðin í samskiptum flokksmanna. Slík framkoma vinnur gegn hagsmunum flokksins. Að mati stjórnar Flokks fólksins er máli þessu nú lokið af hálfu flokksins. Við vonum að flokksmenn sýni hverjir öðrum ávallt virðingu, hlýhug og tillitssemi svo allir fái notið sín. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Reykjavík, 29. september 2022 Stjórn Flokks fólksins Inga Sæland Guðmundur Ingi Kristinsson Sigurjón Arnórsson Kolbrún Baldursdóttir Birgir Jóhann Birgisson Jónína Björk Óskarsdóttir Rúnar Sigurjónsson Sigurður Steingrímsson Sigurjón Arnórsson Svanberg Hreinsson
Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55