Sex áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir að lokaflautið gall, sem er stranglega bannað samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sambandið sektaði HJK um átta þúsund evrur vegna þess.
Lögregluyfirvöld í Helsinki hafa borið kennsl á mennina sem hlupu inn á völlinn og mun HJK krefjast bóta frá þeim samkvæmt yfirlýsingu félagsins í dag.
HJK var hins vegar sektað um 10 þúsund evrur til viðbótar vegna „ögrandi og móðgandi skilaboða“. Þar er átt við söngva stuðningsmanna HJK þar sem UEFA var kölluð mafía.
HJK þarf því að punga út 18 þúsund evrum, um tveimur og hálfri milljón króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins.
Sakkoja Uefalta.
— HJK Helsinki (@hjkhelsinki) September 29, 2022
Katsojien juokseminen kentälle HJK Betis-pelissä maksoi HJK:lle 8 000 euroa ja Uefa Mafia -huudot 10 000 euroa.
Klubi tekee rikosilmoitukset ja hakee vahingonkorvauksia kuudelta kentälle juosseelta.
https://t.co/0pv1v6SImJ #HJK #UELfi #Veikkausliiga pic.twitter.com/Adnuy3uH7E