„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 13:31 Tónlistargoðsögnin Elton John hreifst af Sean Dyche hjá Watford. epa/Hugo Marie Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins. Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford. England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira