Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 14:14 Eins og sjá má varð mikið tjón á svæðinu. Kristján Ingimarsson Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent