Gera má ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, en norðvestan strekkingur austast fram eftir morgni.
Bjart með köflum en skýjað norðaustantil á landinu þar sem einhverrar rigningu gæti orðið vart. Hitt tvö til tíu stig yfir daginn og mildast sunnan heiða.
Á morgun verður hægur vindur og dálítil væta á víð og dreif en lengst af þurrt á Norðurlandi og hiti fjögur til tíu stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hægt vaxandi suðaustan- og austanátt eftir hádegi, 10-18 um kvöldið með talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðaustan og austan 10-18 og víða rigning, talsverð úrkoma austantil fram eftir degi. Lægir smám saman sunnan- og austanlands eftir hádegi. Hiti 6 til 13 stig.
Á laugardag:
Norðaustan- og norðanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt og dálítil væta með köflum. Áfram milt í veðri.
Á mánudag:
Suðaustanátt og úrkomulítið, en fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 12 stig.