Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 18:02 Björn Ingi Óskarsson mundar sópinn ásamt nágranna sínum. Þeir búa í nærliggjandi götum en létu sitt ekki eftir liggja til að aðstoða. Vísir/Tryggvi Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira