Spár gera ráð fyrir að hann haldi áfram þar til á morgun, einkum á austari hluta landsins. Til að mynda flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri í dag.
Við ræðum við björgunarsveitir í beinni útsendingu.
Við ræðum einnig við formann Sálfræðingafélags Íslands sem kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að vera á herðum almennings.
Við fjöllum um ítölsku þingkosningarnar og förum yfir umferðaþungann í höfuðborginni sem er töluverður á virkum dögum. Þá verður sagt frá íslenskum hesti sem varð heimsfrægur í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum S2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.