„Það er allt í skrúfunni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 15:35 Brak liggur á víð og dreif um bæinn. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15