„Með því ljótara sem maður sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 18:12 Hann mun blása á morgun. Veðurstofan Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan. Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan.
Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27