Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 08:01 Heiðar Helguson og Oliver Kahn, þáverandi markvörður Þýskalands, á góðri stundu. Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45
Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00