Innlent

Bein út­sending: Út­varps­þing 2022

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn stendur frá 9 til 12.
Fundurinn stendur frá 9 til 12. Vísir/Vilhelm

Stefna Ríkisútvarpsins til ársins 2026 verður kynnt á Útvarpsþingi sem fram fer í dag milli klukkan 9 og 12. Yfirskrift þingsins er „RÚV okkar allra – fyrir þig“.

Á þinginu verður stefna Ríkisútvarpsins til næstu ára ásamt framtíðarsýn og stefnuáherslum kynnt.

Hægt er að fylgjast með streymi frá þinginu að neðan.

Dagskrá:

  • Stutt ávarp: Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
  • Stefna RÚV og stefnuáherslur: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri
  • Fréttir og þjóðfélagsrýni: Sandy French, fréttastjóri danska Ríkisútvarpsins DR
  • Fjölbreytileiki, jafnræði og þátttaka: Francesca Scott, sérfræðingur EBU á sviði fjölbreytileika, jafnræðis og þátttöku
  • Stjórnun stafrænna breytinga: Olivier van Duüren stjórnunarráðgjafi hjá The Dualarity
  • Pallborðsumræður
  • RÚV okkar allra - fyrir þig: Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður stjórnar RÚV
  • Fundarlok
  • Fundarstjóri: Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×