Stjórnandi hjá Chelsea rekinn: „Konur þurfa að þola daglega áreitni í þessum geira“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 08:01 Leikmenn Chelsea. Bryn Lennon/Getty Images Chelsea hefur sagt upp viðskiptastjóra sínum eftir aðeins mánuð í starfi vegna óviðeigandi skilaboða hans til kvenkyns starfsmanns fyrirtækis sem vann með félaginu. Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi segja málið eitt af fjölmörgum, sem fæst hver eru tilkynnt. Damian Willoughby var ráðinn til Chelsea í ágúst en hafði í aðdraganda þess sent Catalinu Kim fjölda óviðeigandi skilaboða af kynferðislegum toga. Kim vinnur fyrir fyrirtæki sem aðstoðaði við kaup Todd Boehly, eiganda Chelsea, á félaginu í sumar. „Chelsea staðfestir að félagið hefur slitið starfssamningi við Damian Willoughby,“ er haft eftir talsmanni félagsins. „Gögn sýna fram á óviðeigandi skilaboð sem Willoughby sendi, áður en hann tók til starfa hjá félaginu,“ Slík hegðun er algjörlega í andstæðu við þær vinnuaðstæður og þá vinnustaðamenningu sem nýir eigendur félagsins vilja standa fyrir,“ segir talsmaður Chelsea enn fremur. Willoughby var að taka til starfa hjá Chelsea í annað sinn en hann vann hjá félaginu frá 2007 til 2010. Hann hefur einnig unnið fyrir töluvleikjaframleiðandann EA Sports og Manchester City. Hann var rekinn eftir minna en mánuð í starfi. Minnihluti málanna yfirhöfuð tilkynnt Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi (e. Women in Football) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og munu þau eiga í samskiptum við Kim, til að veita stuðning og aðstoð. Samtökin segja málið varpa ljósi á vandamál sem sé töluvert stærra en fólk geri sér grein fyrir. „Mál Damian Willoughby minnir okkur á að komur í fótboltageiranum þurfa að þola kynferðislega áreitni og mismunun daglega. Tveir þriðju meðlima samtakanna hafa orðið vitni að kynjamismunun í vinnunni. Stór meirihluti mála kemst aldrei í fyrirsagnirnar. Aðeins tólf prósent þeirra eru yfirhöfuð tilkynnt til vinnuveitenda,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Jafnréttismál Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Damian Willoughby var ráðinn til Chelsea í ágúst en hafði í aðdraganda þess sent Catalinu Kim fjölda óviðeigandi skilaboða af kynferðislegum toga. Kim vinnur fyrir fyrirtæki sem aðstoðaði við kaup Todd Boehly, eiganda Chelsea, á félaginu í sumar. „Chelsea staðfestir að félagið hefur slitið starfssamningi við Damian Willoughby,“ er haft eftir talsmanni félagsins. „Gögn sýna fram á óviðeigandi skilaboð sem Willoughby sendi, áður en hann tók til starfa hjá félaginu,“ Slík hegðun er algjörlega í andstæðu við þær vinnuaðstæður og þá vinnustaðamenningu sem nýir eigendur félagsins vilja standa fyrir,“ segir talsmaður Chelsea enn fremur. Willoughby var að taka til starfa hjá Chelsea í annað sinn en hann vann hjá félaginu frá 2007 til 2010. Hann hefur einnig unnið fyrir töluvleikjaframleiðandann EA Sports og Manchester City. Hann var rekinn eftir minna en mánuð í starfi. Minnihluti málanna yfirhöfuð tilkynnt Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi (e. Women in Football) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og munu þau eiga í samskiptum við Kim, til að veita stuðning og aðstoð. Samtökin segja málið varpa ljósi á vandamál sem sé töluvert stærra en fólk geri sér grein fyrir. „Mál Damian Willoughby minnir okkur á að komur í fótboltageiranum þurfa að þola kynferðislega áreitni og mismunun daglega. Tveir þriðju meðlima samtakanna hafa orðið vitni að kynjamismunun í vinnunni. Stór meirihluti mála kemst aldrei í fyrirsagnirnar. Aðeins tólf prósent þeirra eru yfirhöfuð tilkynnt til vinnuveitenda,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Jafnréttismál Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira