Maguire telur De Gea eiga sök á slöku gengi Man Utd á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2022 07:01 Harry Maguire er ekki sáttur með David De Gea. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Raunar hefur hann ekki átt síðustu 12 mánuði eða svo sæla og virðist sem hann kenni að einhverju leyti liðsfélögum sínum um. Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira