Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:01 Markamaskínurnar Sheva og Lewa sameinast í baráttunni gegn innrás Rússa í Úkraínu. Joosep Martinson/Getty Images for Laureus Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið. Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira