Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. september 2022 17:32 Ljósmyndarinn Malen Áskelsdóttir tók myndir að sjálfboðaliðum og hundunum að störfum fyrir lokaverkefnið sitt en fjölmargir nýta sér þjónustuna. Samsett/Malen Áskelsdóttir Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð. Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira