Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. september 2022 20:22 SÍK segja ráðherra fara með rangt mál. Getty/Vuk Ostojic Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum. Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10