Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2022 11:15 Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í garða- og saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna, segir fundinn í Langholtskirkju í gær hafa einkennst af samstöðu. Samsett Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira