Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 07:50 Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. AP Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. Lögreglustjórinn í héraðinu, Volodímír Tymosjenkó, segir að talið sé að í gröfinni sé að finna að minnsta kosti fjögur hundruð lík. Volodímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að „Rússland [skilji] eftir sig dauða alls staðar,“ í tísti eftir að tilkynnt var um fundinn. Hann minntist auk þess á fleiri fjöldagrafir sem fundist hafa eftir að Rússar hafa þurft að hörfa með hersveitir sínar vegna sóknar Úkraínumanna, sér í lagi í Kharkív-héraði. Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvað hafi dregið hina látnu til dauða, en sumar fréttir herma að margir hafi látist í sprengjuárásum eða að hafa ekki komist undir læknishendur. Þá séu einhver merki þess að í einhverjum gröfunum kunni að vera lík úkraínskra hermanna. Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald fyrr í mánuðinum eftir að Rússar réðust þar inn fyrir um fimm mánuðum. Selenskí segir að nánari upplýsingar um fjöldagröfina í Izyum síðar í dag. Að neðan ná sjá tíst Andriy Yermak, skrifstofustjóra á skrifstofu Úkraínuforseta, þar sem hann segir Rússland vera „morðingjaríki“ og sakar Rússa um að styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi. A mass burial was found in Izyum, Kharkiv region. Necessary procedures have already begun. All bodies will be exhumed and sent for forensic examination. Expect more information tomorrow.Russia is a murderer country. A state sponsor of terrorism. pic.twitter.com/7pKTrYvlUF— Andriy Yermak (@AndriyYermak) September 15, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Lögreglustjórinn í héraðinu, Volodímír Tymosjenkó, segir að talið sé að í gröfinni sé að finna að minnsta kosti fjögur hundruð lík. Volodímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að „Rússland [skilji] eftir sig dauða alls staðar,“ í tísti eftir að tilkynnt var um fundinn. Hann minntist auk þess á fleiri fjöldagrafir sem fundist hafa eftir að Rússar hafa þurft að hörfa með hersveitir sínar vegna sóknar Úkraínumanna, sér í lagi í Kharkív-héraði. Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvað hafi dregið hina látnu til dauða, en sumar fréttir herma að margir hafi látist í sprengjuárásum eða að hafa ekki komist undir læknishendur. Þá séu einhver merki þess að í einhverjum gröfunum kunni að vera lík úkraínskra hermanna. Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald fyrr í mánuðinum eftir að Rússar réðust þar inn fyrir um fimm mánuðum. Selenskí segir að nánari upplýsingar um fjöldagröfina í Izyum síðar í dag. Að neðan ná sjá tíst Andriy Yermak, skrifstofustjóra á skrifstofu Úkraínuforseta, þar sem hann segir Rússland vera „morðingjaríki“ og sakar Rússa um að styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi. A mass burial was found in Izyum, Kharkiv region. Necessary procedures have already begun. All bodies will be exhumed and sent for forensic examination. Expect more information tomorrow.Russia is a murderer country. A state sponsor of terrorism. pic.twitter.com/7pKTrYvlUF— Andriy Yermak (@AndriyYermak) September 15, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41