Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 21:00 ÍR-ingar fagna sigri kvöldsins. Vísir/Vilhelm Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög óvænt úrslit, jafnvel þau óvæntustu í íslenskum handbolta. ÍR-ingum var spáð falli fyrir mót en Haukum ofarlega í deildinni. Það var líkt og Haukar hafi mætt til leiks og ætlað að spila með vinstri. Það reyndist þeim dýrkeypt og varð forysta ÍR-inga mest 8 mörk rétt fyrir hálfleik. Þegar seinni hálfleikur var flautaður á var staðan 19-12 fyrir heimamenn og því á brattann að sækja fyrir gestina sem voru undir með 7 mörkum. Þeir náðu þó að laga stöðuna því að á 48. mínútu var munurinn komin í tvö mörk 26-24. Einhvejir hefðu farið á taugum við það en það gerðu Breiðhyltingar svo sannarlega ekki því þeir héldu forystunni allt til loka og fögnuðu frábærum sigri. ÍR-ingar gátu leyft sér að fagna.Vísir/Vilhelm Af hverju vann ÍR? Það gekk allt upp hjá ÍR í kvöld. Sama hvort það var í sókn, vörn eða markvörslu. Þegar Ólafur Rafn, markmaður ÍR, þurfti að verja, þá varði hann. Ólafur Rafn lokaði markinu.Vísir/Vilhelm Þegar heimamenn þurftu mark, skoruðu þeir. Svo einfalt var það. Eina skiptið í leiknum sem ÍR var ekki yfir var þegar Haukar jöfnuðu í 2-2. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Sigurðsson var frábær í liði ÍR í kvöld.Vísir/Vilhelm Viktor Sigurðsson skoraði 9 mörk og var frábær sóknarlega ásamt öllu ÍR liðinu. Ólafur Rafn, markmaður þeirra, fylgdi eftir frábærum leik frá því á móti Gróttu og var með meira en 40 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Það gekk allt illa í leik Hauka. Bæði varnarlega og sóknarlega voru þeir of staðir. Hvað gerist næst? ÍR fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV 22.september kl 18:00. Haukar fá Selfyssinga í heimsókn 22.september kl 19:40. Þessi framistaða óboðleg Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm „Fyrir mér er þessi framistaða óboðleg og væntanlega öllu Haukafólki líka vegna þess að ÍR-ingar voru bara betra á öllum sviðum handboltans sérstaklega báráttulega,“ sagði Rúnar Sigtryggson, þjálfari Hauka, eftir leik. Hann vildi meina að sitt lið hafi orðið undir í baráttunni í kvöld. „Ég held bara að við höfum ekki verið andlega tilbúnir í þessa baráttu sem ÍR bauð upp á. Við vorum undir, vel undir í þeirri baráttu. Það erum við sem missum hausinn á undan ÍR-ingum. Við hættum að spila saman, sóknarleikurinn er mjög slæmur, einstaklingsmiðaður. Varnarleikurinn er ekki skárri, þar sem menn standa bara á sínum stað. Menn eru ekkert að hreyfa sig, voru ekkert að vinna saman og við gröfum okkar eigin holu bara hver fyrir sig.“ Rúnar var mjög ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta byrjar þannig að við byrjum að sækja hratt og við erum að þvinga fram skot í seinni bylgju sem eru kannski ekki færi og við vorum farnir að klikka í þriðja, fjórða skipti. Þá biðjum við menn um að stylla upp í sóknarleik. Það er samt haldið áfram í þeirri trú að þetta sé auðveldu mörkin og þetta komi nú einhverntímann. Á meðan bætir ÍR við mörkum.“ Olís-deild karla ÍR Haukar
Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög óvænt úrslit, jafnvel þau óvæntustu í íslenskum handbolta. ÍR-ingum var spáð falli fyrir mót en Haukum ofarlega í deildinni. Það var líkt og Haukar hafi mætt til leiks og ætlað að spila með vinstri. Það reyndist þeim dýrkeypt og varð forysta ÍR-inga mest 8 mörk rétt fyrir hálfleik. Þegar seinni hálfleikur var flautaður á var staðan 19-12 fyrir heimamenn og því á brattann að sækja fyrir gestina sem voru undir með 7 mörkum. Þeir náðu þó að laga stöðuna því að á 48. mínútu var munurinn komin í tvö mörk 26-24. Einhvejir hefðu farið á taugum við það en það gerðu Breiðhyltingar svo sannarlega ekki því þeir héldu forystunni allt til loka og fögnuðu frábærum sigri. ÍR-ingar gátu leyft sér að fagna.Vísir/Vilhelm Af hverju vann ÍR? Það gekk allt upp hjá ÍR í kvöld. Sama hvort það var í sókn, vörn eða markvörslu. Þegar Ólafur Rafn, markmaður ÍR, þurfti að verja, þá varði hann. Ólafur Rafn lokaði markinu.Vísir/Vilhelm Þegar heimamenn þurftu mark, skoruðu þeir. Svo einfalt var það. Eina skiptið í leiknum sem ÍR var ekki yfir var þegar Haukar jöfnuðu í 2-2. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Sigurðsson var frábær í liði ÍR í kvöld.Vísir/Vilhelm Viktor Sigurðsson skoraði 9 mörk og var frábær sóknarlega ásamt öllu ÍR liðinu. Ólafur Rafn, markmaður þeirra, fylgdi eftir frábærum leik frá því á móti Gróttu og var með meira en 40 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Það gekk allt illa í leik Hauka. Bæði varnarlega og sóknarlega voru þeir of staðir. Hvað gerist næst? ÍR fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV 22.september kl 18:00. Haukar fá Selfyssinga í heimsókn 22.september kl 19:40. Þessi framistaða óboðleg Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm „Fyrir mér er þessi framistaða óboðleg og væntanlega öllu Haukafólki líka vegna þess að ÍR-ingar voru bara betra á öllum sviðum handboltans sérstaklega báráttulega,“ sagði Rúnar Sigtryggson, þjálfari Hauka, eftir leik. Hann vildi meina að sitt lið hafi orðið undir í baráttunni í kvöld. „Ég held bara að við höfum ekki verið andlega tilbúnir í þessa baráttu sem ÍR bauð upp á. Við vorum undir, vel undir í þeirri baráttu. Það erum við sem missum hausinn á undan ÍR-ingum. Við hættum að spila saman, sóknarleikurinn er mjög slæmur, einstaklingsmiðaður. Varnarleikurinn er ekki skárri, þar sem menn standa bara á sínum stað. Menn eru ekkert að hreyfa sig, voru ekkert að vinna saman og við gröfum okkar eigin holu bara hver fyrir sig.“ Rúnar var mjög ósáttur við sóknarleik sinna manna. „Þetta byrjar þannig að við byrjum að sækja hratt og við erum að þvinga fram skot í seinni bylgju sem eru kannski ekki færi og við vorum farnir að klikka í þriðja, fjórða skipti. Þá biðjum við menn um að stylla upp í sóknarleik. Það er samt haldið áfram í þeirri trú að þetta sé auðveldu mörkin og þetta komi nú einhverntímann. Á meðan bætir ÍR við mörkum.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti