„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 15:00 Elísa Viðarsdóttir og Cyera Hintzen bjuggu til afar laglegt mark fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira