Telja að systrum hafi verið nauðgað áður en þær voru hengdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 09:35 Fjölskylda stúlknanna segir að þeim hafi verið rænt, nauðgað og svo myrtar. Getty/Sunil Ghosh Lögreglan í indverska héraðinu Uttar Pradesh telur að systrum á unglingsaldri, sem fundust hengdar í tré, hafi verið nauðgað áður en þær voru myrtar. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana. Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana.
Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent