Armenar leita eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 15:56 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AP/Tigran Mehrabyan Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022 Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022
Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03