„Þeir hafa gert mistök og ég held að þeir muni komast að þeirri niðurstöðu,“ segir Kadyrov, sem hefur um árabil verið einn dyggasti stuðningsmaður Pútíns og stjórnvalda í Kreml, í hljóðskilaboðum sem hann birti á Telegram í kvöld.
Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst.
„Ef engar breytingar hafa verið gerðar á áætlunum hersins á morgun mun ég neyðast til að ræða við stjórn varnarmálaráðuneytisins og yfirvöld Rússlands til þess að útskýra ástandið á vígvöllunum fyrir þeim. Þetta er mjög áhugavert ástand. Það er í raun ótrúlegt, verð ég að segja,“ segir Kadyrov.