Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:48 Browne segist ætla að boða til þjóðaratkvæðageriðslu um stofnun lýðveldis innan þriggja ára verði hann endurkjörinn forsætisráðherra. Getty/Victoria Jones Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi. Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þetta tilkynnti Gaston Browne forsætisráðherra Antígva og Barbúda í dag. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni líklega vera haldin innan þriggja ára en ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki merki um fjandskap. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann stuttu eftir að hann lýsti Karl þriðja Bretakonung þjóðhöfðingja landsins. Að hans sögn mun hann boða atkvæðagreiðsluna verði hann endurkjörinn forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að Browne muni bera sigur úr bítum í kosningunum en flokkur hans fer með fimmtán af sautján sætum í fulltrúadeild þingsins. Eftir að fregnir bárust um andlát drottningarinnar hefur umræðan um fullt sjálfstæði kviknað að nýju meðal þeirra fjórtán þjóða sem hafa þjóðhöfðingja Bretlands sem sinn eigin. Að sögn Browne hefur kallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið hávært meðal íbúa Antígva og Barbúda en nú sé tilefni til að endurmeta stöðuna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hefur útilokað að boðað verði til svipaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi á þessu kjörtímabili. Umræðan um það hefur kviknað að nýju eftir andlát drottningarinnar en Albanese, sem er sjálfur lýðveldissinni, sagði í samtali við Sky News að hugleiðingar um breytingu á stjórnarskrá landsins væru ekki tímabærar á hans fyrsta kjörtímabili. „Þetta er tímabil sem við syrgjum fráfall drottningarinnar og sýnum Drottningu Ástralíu virðingu,“ sagði Albanese. Auk þess að vera þjóðhöfðingi Bretlands er Karl Bretakonungur þjóðhöfðingi fjórtán annarra ríkja, eins og áður segir. Það eru: Antígva og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Salómonseyjar og Túvalú. Barbados tók skrefið í fyrra og sleit tengsl sín við bresku krúnuna. Sandra Mason, sem hafði verið landstjóri Barbados frá árinu 2018 var skipuð forseti til bráðabirgða. Stjórnarflokkur Verkamanna á Jamaíka hafa þá lýst yfir áætlunum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eyríkið verði lýðveldi.
Antígva og Barbúda Bretland Ástralía Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10. september 2022 10:26