Sádi-Arabía sækist eftir HM 2030 Atli Arason skrifar 10. september 2022 11:31 Heimsmeistarabikarinn gæti farið á loft í Sádi-Arabíu árið 2030. Getty Images HM 2022 fer fram um miðjan vetur í Katar í nóvember og desember næstkomandi. Það gæti farið svo að HM 2030 fari aftur fram um vetur ef umsókn Sáda gengur eftir. Sádi-Arabía, ásamt Egyptum og Grikkjum, ætla að senda inn sameiginlega umsókn til þess að fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030. Sádar munu fjármagna kostnaðinn við uppbyggingu á mannvirkjum í Grikklandi og Egyptalandi fyrir mótið. Tilraun þessara þriggja þjóða til að halda HM 2030 hefur ekki verið staðfest opinberlega af þjóðunum sjálfum en breska blaðið Times telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að fulltrúar þessara landa hafa rætt saman að undanförnu og komist að ofangreindu samkomulagi. Formleg tilkynning frá þjóðunum er að vænta á allra næstu dögum. Sádi-Arabía hefur verið að koma sér á kortið í íþróttaheiminum að undanförnu. Hin umdeilda LIV mótaröð í golfi er fjármögnuð af Sádum og hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimi golfsins. Sádar hafa einnig haslað sér völl í Formúlu eitt. Kappaksturinn hefur aðeins tvisvar farið fram þar í landi en í bæði skipti á síðastliðnu ári. Þá keypti fjárfestingarsjóður á vegum Sáda enska knattspyrnuliðið Newcastle fyrir tæpu ári síðan sem gerði Newcastle eitt af ríkustu félögum í heimi. Þrátt fyrir að umsókn Sáda hefur ekki enn farið í gegnum formlegt umsóknarferli þá hefur hún strax mætt andspyrnu. Samtökin Amnesty International gáfu út yfirlýsingu sem sagði ómögulegt að mótið færi fram í Sádi-Arabíu vegna mannréttindabrota sem þar eru framin. FIFA HM 2022 í Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00 Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Sádi-Arabía, ásamt Egyptum og Grikkjum, ætla að senda inn sameiginlega umsókn til þess að fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2030. Sádar munu fjármagna kostnaðinn við uppbyggingu á mannvirkjum í Grikklandi og Egyptalandi fyrir mótið. Tilraun þessara þriggja þjóða til að halda HM 2030 hefur ekki verið staðfest opinberlega af þjóðunum sjálfum en breska blaðið Times telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að fulltrúar þessara landa hafa rætt saman að undanförnu og komist að ofangreindu samkomulagi. Formleg tilkynning frá þjóðunum er að vænta á allra næstu dögum. Sádi-Arabía hefur verið að koma sér á kortið í íþróttaheiminum að undanförnu. Hin umdeilda LIV mótaröð í golfi er fjármögnuð af Sádum og hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimi golfsins. Sádar hafa einnig haslað sér völl í Formúlu eitt. Kappaksturinn hefur aðeins tvisvar farið fram þar í landi en í bæði skipti á síðastliðnu ári. Þá keypti fjárfestingarsjóður á vegum Sáda enska knattspyrnuliðið Newcastle fyrir tæpu ári síðan sem gerði Newcastle eitt af ríkustu félögum í heimi. Þrátt fyrir að umsókn Sáda hefur ekki enn farið í gegnum formlegt umsóknarferli þá hefur hún strax mætt andspyrnu. Samtökin Amnesty International gáfu út yfirlýsingu sem sagði ómögulegt að mótið færi fram í Sádi-Arabíu vegna mannréttindabrota sem þar eru framin.
FIFA HM 2022 í Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00 Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu. 26. mars 2022 09:00
Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. 16. júlí 2021 14:01
Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31
Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. 26. desember 2021 11:16