Það var í raun alltaf ljóst hvorum megin sigurinn myndi lenda í kvöld en Bjarki Már og félagar leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan þá 11-16. Í síðari hálfleik bættu þeir hægt og bítandi við forystu sína og unnu á endanum níu marka sigur, lokatölur 21-30.
Veszprém unnið báða leiki sína til þessa í deildinni og er með +20 í markatölu. Liðið situr þó í öðru sæti þar sem Pick Szged er á toppnum, einnig með tvo sigra en +29 í markatölu.
Bjarki Már skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins en hann lék alls rúmar 33 mínútur í leiknum.