„Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 13:01 Ívar Logi Styrmisson var hinn ánægðasti í viðtali eftir leikinn gegn Selfossi, og ekki að ástæðulausu. stöð 2 sport Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu. Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti