Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 07:00 Ragnar Erling Hermannsson leiðir ný samtök notenda fíkniefna. Vísir/Egill Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar. Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar.
Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira