Erlendir fjölmiðlar segja að mikill reykur hafi myndast sem hafi komið í veg fyrir að fólk gæti flúið niður stigagang og sömuleiðis hindrað för út um neyðarútgang. Fjölmargir gestir og starfsmenn staðarins leituðu því út á svalir byggingarinnar og stukku þaðan niður.
Í fyrstu bárust upplýsingar frá yfirvöldum um að tólf væru látnir. Tala látinna var svo hækkuð í 23 og svo 32 í morgun.Í hópi hinna látnu eru sautján karlar og fimmtán konur.
Pham Minh Chinh, forsætisráðherra Víetnams, hefur farið fram á ítarlega rannsókn á eldsvoðanum og sömuleiðis að gerð verði öryggisúttekt á stöðum sem þessum til að draga úr líkum á að harmleikurinn geti efturtekið sig.
Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni, en karókístaðinn er að finna í hverfinu Thuan An, norður af Ho Chi Minh.
Í frétt Guardian segir að um sé að ræða mannskæðasta eldsvoðann í sögu landsins, en sá fyrri varð þegar þrettán manns fórust í eldsvoða í íbúðabyggingu í Ho Chi Minh árið 2018.