Dagný leyst þessa stöðu ótrúlega vel Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 14:00 Dagný Brynjarsdóttir var vön að spila framarlega á miðjunni en sinnir nú hlutverki aftasta miðjumanns í landsliðinu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún haldi áfram að skora mörk. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það kemur mikið til með að mæða á Dagný Brynjarsdóttur í kvöld sem aftasta miðjumanni íslenska landsliðsins í úrslitaleiknum gegn Hollandi um sæti á HM næsta sumar. Fyrirliðinn og liðsfélagi til margra ára, Sara Björk Gunnarsdóttir, treystir henni vel til verksins. Þrátt fyrir að hafa færst aftar á miðjuna í stjórnartíð þjálfarans Þorsteins Halldórssonar skoraði Dagný tvö mörk í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld og jafnaði þar með við annan Rangæing, Hólmfríði Magnúsdóttur, í 2.-3. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi. Dagný er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands og er nú með 37 mörk í 106 landsleikjum. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri, reyndar mun fleiri, eða 79 mörk. Sara Björk, sem einnig skoraði tvö mörk gegn Hvít-Rússum, var spurð út í Dagnýju á blaðamannafundi í gær en þær hafa spilað saman í landsliðinu í rúm tólf ár: „Dagný er sérstök sko,“ sagði Sara sposk á svip. „Hún er skemmtileg týpa og yfirhöfuð frábær leikmaður að spila með. Hún býr yfir mikilli reynslu og yfirvegun, er núna búin að spila mikið djúp á miðjunni og hefur leyst þá stöðu ótrúlega vel. Hún er frábær leikmaður og góður liðsfélagi,“ sagði Sara. „Hver sem kemur inn á þessa miðju verður frábær“ Þær Dagný, Sara og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir koma til með að spila saman á miðjunni í kvöld, allar leikmenn í hæsta gæðaflokki. Einhver umræða hefur þó verið um það að þær skorti mögulega ákveðna eiginleika sem leiknir, sóknarsinnaðir miðjumenn á borð við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Amöndu Andradóttur hafa. „Steini ákveður hvaða miðju hann vill byrja með. Samkeppni er alltaf góð og gagnrýni líka alltaf góð. Maður þarf stöðugt að líta á eigin frammistöðu og sjá hvað maður getur gert betur,“ sagði Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins á sunnudaginn. „Ég, Dagný og Sara erum búnar að spila endalaust af leikjum saman en hver sem kemur inn á þessa miðju verður frábær. Þessi hópur er magnaður og ég myndi treysta hverjum sem er til að spila. Ég veit að Steini mun velja rétt. Það er bara gaman ef að fólk getur talað um þetta, maður vill umfjöllun og allir hafa sína skoðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 „Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“ „Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar. 6. september 2022 10:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa færst aftar á miðjuna í stjórnartíð þjálfarans Þorsteins Halldórssonar skoraði Dagný tvö mörk í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld og jafnaði þar með við annan Rangæing, Hólmfríði Magnúsdóttur, í 2.-3. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi. Dagný er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands og er nú með 37 mörk í 106 landsleikjum. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri, reyndar mun fleiri, eða 79 mörk. Sara Björk, sem einnig skoraði tvö mörk gegn Hvít-Rússum, var spurð út í Dagnýju á blaðamannafundi í gær en þær hafa spilað saman í landsliðinu í rúm tólf ár: „Dagný er sérstök sko,“ sagði Sara sposk á svip. „Hún er skemmtileg týpa og yfirhöfuð frábær leikmaður að spila með. Hún býr yfir mikilli reynslu og yfirvegun, er núna búin að spila mikið djúp á miðjunni og hefur leyst þá stöðu ótrúlega vel. Hún er frábær leikmaður og góður liðsfélagi,“ sagði Sara. „Hver sem kemur inn á þessa miðju verður frábær“ Þær Dagný, Sara og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir koma til með að spila saman á miðjunni í kvöld, allar leikmenn í hæsta gæðaflokki. Einhver umræða hefur þó verið um það að þær skorti mögulega ákveðna eiginleika sem leiknir, sóknarsinnaðir miðjumenn á borð við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Amöndu Andradóttur hafa. „Steini ákveður hvaða miðju hann vill byrja með. Samkeppni er alltaf góð og gagnrýni líka alltaf góð. Maður þarf stöðugt að líta á eigin frammistöðu og sjá hvað maður getur gert betur,“ sagði Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins á sunnudaginn. „Ég, Dagný og Sara erum búnar að spila endalaust af leikjum saman en hver sem kemur inn á þessa miðju verður frábær. Þessi hópur er magnaður og ég myndi treysta hverjum sem er til að spila. Ég veit að Steini mun velja rétt. Það er bara gaman ef að fólk getur talað um þetta, maður vill umfjöllun og allir hafa sína skoðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 „Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“ „Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar. 6. september 2022 10:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31
„Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30
„Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“ „Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar. 6. september 2022 10:30
Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30
KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00