Í myndbandi sem hefur verið birt í úkraínskum fjölmiðlum má sjá simpansann ganga um götur borgarinnar. Þá sést þegar starfsmaður dýragarðsins reynir að fá simpansann til að koma með sér aftur í dýragarðinn.
Hann vildi engan veginn fara heim úr bæjarferð sinni alveg strax en stuttu síðar fór að rigna. Simpansanum var þá ekki skemmt og hljóp í átt að starfsmanninum. Sá gat gefið honum gula regnkápu til að skýla honum frá rigningunni.
Þegar búið var að stytta upp skilaði simpansanum jakkanum sem hann hafði fengið að láni. Hann samþykkti að fara aftur heim og fékk far þangað á reiðhjóli.
#Ukraine In Kharkiv, a chimpanzee escaped from a zoo. It was walking around the city while zoo employees tried to convince it to return. Suddenly it started to rain, and the ape ran to a zoo employee for a jacket and then agreed to return to the zoo. pic.twitter.com/4AGiAHw1wf
— Hanna Liubakova (@HannaLiubakova) September 6, 2022