Völsurum spáð titlinum í báðum deildum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 12:40 Valsmönnum er spáð titlinum en þeir unnu þrefalt í fyrra. Valskonum er einnig spáð efsta sæti en þær horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Fram á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki. Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Valur er þrefaldur meistari karla megin og varð liðið meistari meistaranna eftir sigur á KA á laugardaginn var. Það kemur fáum á óvart að liðinu sé spáð efsta sæti en Valur fékk 346 stig í spánni. 18 stigum neðar er ÍBV sem er spáð öðru sæti, Stjörnunni er spáð því þriðja og FH fjórða. Nýliðum Harðar og ÍR er spáð falli og þá er KA og Gróttu spáð níunda og tíunda sæti og komist því ekki í úrslitakeppnina. Að vísu munar aðeins einu stigi á Fram og KA en Fram er spáð áttunda sætinu, því neðsta sem veitir úrslitakeppnissæti. Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig) Kvennamegin er bikarmeisturum Vals spáð efsta sæti á kostnað ríkjandi Íslandsmeistara Fram. Valur fékk 140 stig en Fram 134. ÍBV og Stjarnan koma þar á eftir, fyrir ofan KA/Þór og Hauka. HK og Selfoss fengu þá fæst stig í spánni og er spáð neðstu tveimur sætunum. HK fékk 33 stig og Selfoss 31, töluvert langt fyrir neðan hin liðin. Haukar eru með 58 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig) Klippa: Spáin fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar opinberaðar Í Grill 66-deild karla er HK og Víkingi spáð efstu tveimur sætunum, en Kórdrengjum og KA U þeim neðstu tveimur. HK fékk 267 stig í spánni, Víkingur 203 en Þór frá Akureyri er skammt á eftir Víkingi með 194 stig. Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig) Í Grill 66-deild kvenna er Grótta efst með 170 stig, átta stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er með 162 stig. Víkingur er með 139 stig en ÍR 130, þremur fyrir ofan FH með 127. Fjölnir/Fylkir er neðstur í spánni með 50 stig, en Fram U er með 55 stig þar fyrir ofan. Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig) Olís-deild karla hefst á fimmtudag með fjórum leikjum. Leikur Fram og Selfoss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50 og leikur FH og Stjörnunnar í kjölfarið klukkan 19:30 á fimmtudagskvöld. Umferðin klárast með leik Hauka og KA á föstudagskvöld og Seinni bylgjan fer yfir umferðina í heild sinni eftir að þeim leik lýkur. Tímabilið kvenna megin hefst formlega á laugardaginn með leik Fram og Vals í meistarakeppni HSÍ. Sá leikur er klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olís-deild kvenna hefst svo í næstu viku með leik Stjörnunnar og Fram fimmtudaginn 15. september. Sá leikur verður sýndur beint, rétt eins og leikur HK og Selfoss laugardaginn eftir það.
Spá forráðamanna í Olís-deild karla Valur (346 stig) ÍBV (328 stig) Stjarnan (291 stig) FH (270 stig) Haukar (244 stig) Afturelding (211 stig) Selfoss (169 stig) Fram (159 stig) KA (158 stig) Grótta (100 stig) Hörður (58 stig) ÍR (40 stig)
Spá forráðamanna í Olís-deild kvenna Valur (140 stig) Fram (134 stig) ÍBV (113 stig) Stjarnan (90 stig) KA/Þór (73 stig) Haukar (58 stig) HK (33 stig) Selfoss (31 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild karla HK (267 stig) Víkingur R. (203 stig) Þór Ak. (194 stig) Fjölnir (161 stig) Valur U (147 stig) Haukar U (118 stig) Selfoss U (80 stig) Fram U (75 stig) Kórdrengir (61 stig) KA U (44 stig)
Spá forráðamanna í Grill 66-deild kvenna Grótta (170 stig) Afturelding (162 stig) Víkingur R. (139 stig) ÍR (130 stig) FH (127 stig) HK U (71 stig) Valur U (65 stig) Fram U (55 stig) Fjölnir/Fylkir (50 stig)
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira