Hjá Haukum mun Andri spila undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar. Hann spilaði einnig hjá honum þegar hann lék með Stjörnunni.
Andri lék með Fram tímabilið 2020-21 og fór svo til Stuttgart í fyrra. Þar fékk hann ekki mörg tækifæri og er nú kominn aftur í Olís-deildina.
Ljóst er að Andri styrkir lið Hauka til muna. Hann lék vel með U-20 ára landsliði Íslands í sumar og var 35 manna hópi A-landsliðsins sem var valinn fyrir EM í janúar. Andri, sem er tvítugur, getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi.
Haukar mæta KA á Ásvöllum á föstudaginn í 1. umferð Olís-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.