Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:43 Min Aung Hlaing og sendinefnd hans mun funda með rússneskum kollegum á næstu dögum. Getty/Sefa Karacan Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020. Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020.
Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18