Tveir einstaklinganna sem hafi verið teknir af lífi hefðu verið sakaðir um að njósna fyrir Ísrael og hinir þrír sakaðir um morð.
CNN greinir frá þessu en innanríkisráðuneytið á Gaza sagði í yfirlýsingu til miðilsins að aftökurnar hafi verið síðasta úrræðið eftir að mennirnir hafi fengið tækifæri til að verja sig.
Ekki er vitað hvernig réttarhöld fóru fram.
Þrjátíu og þrír einstaklingar hafi verið teknir af lífi af Hamas samtökunum síðan þau tóku völdin á Gaza árið 2007.
Mikil átök hafa verið á svæðinu en snemma í ágúst sömdu heröfl Ísrael og Palestínu um vopnahlé í kjölfar átaka á svæðinu. Átökin voru sögð þau alvarlegustu á Gaza síðan í maí 2021.