Ivan Toney var svo sannarlega allt í öllu hjá Brentford er liðið lagði Leeds að velli í dag. Eftir hálftíma fengu heimamenn vítaspyrnu og fyrir þau sem fylgjast með Brentford má bóka mark þá en Toney hefur ekki klúðraði einni slíkri í búningi Brentford.
Most goals in English football since Aug 2018
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 3, 2022
115 Mo Salah
112 Harry Kane
1 0 0 IVAN TONEY
Scored 18/18 penalties for Brentford
51 goals in 96 games for Brentford his second today was his first from outside the penalty area#BRELEE pic.twitter.com/btPJ5MruoO
Áður en fyrri hálfleikur var úti tvöfaldaði Toney forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu en Luis Sinisterra minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 2-1 er liðin fóru til búningsherbergja.
Það var tæp klukkustund liðin er Toney fullkomnaði þrennu sína og svo gott sem kláraði leikinn fyrir heimamenn. Gestirnir eru hins vegar seigir og eftir að þjálfari þeirra Jesse Marsch lét reka sig af velli á 64. mínútu vöknuðu þeir heldur betur til lífsins.
Diego Llorente minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir en heimamenn létu það ekki á sig fá og bættu við tveimur mörkum til viðbótar. Bryan Mbeumo skoraði fjórða mark liðsins og Yoane Wissa fullkomnaði 5-2 sigur Brentford.
Í öðrum leikjum kom Bournemouth til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Nottingham Forest í uppgjöri nýliðanna. Cheikhou Kouyate og Brennan Johnson komu Forest í 2-0 í fyrri hálfleik. Philip Billing minnkaði muninn fyrir gestina og Dominic Solanke jafnaði metin áður en Jaidon Anthony kom Bournemouth yfir.
Lokatölur 3-2 gestunum í vil og fyrsti sigur gestanna á leiktíðinni staðreynd. Daniel Podence tryggði Úlfunum 1-0 sigur á Southampton og að lokum gerðu Newcastle United og Crystal Palace markalaust jafntefli.