Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur.

Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmarbrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Snorri Másson fréttamaður okkar hitti mæðgurnar í dag og fer yfir málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í borgarfulltrúa sem kallar eftir nýrri talningaraðferð í laxveiði auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá útgáfuhófi vegna nýrrar bókar forseta Íslands um þorskastríðin og frá skemmtilegum húsdýragarði í Skagafirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×