Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 19:40 Tími Mikhail Gorbachevs á jörðinni er lokið. Hans verður minnst í sögunni fyrir stórt hlutverk hans í endalokum kalda stríðsins og einveldis Kommúnistaflokksins í Rússlandi. AP/Liu Heung Shing Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. Mikhail Gorbachev bar með sér ferska vinda þegar hann tók við embætti aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins aðeins 54 ára gamall í mars 1985. Á undan honum höfðu tveir aldraðir leiðtogar ríkt í stuttan tíma en Sovétríkin voru fullkomlega stöðnuð eftir tuttugu og sex ára valdatíð Leonids Brezhnev og í raun gjaldþrota. Gorbachev innleiddi opna umræðu og slakaði á klóm miðstýrðs áætlanabúskaps og einsetti sér að bæta samskiptin við Vesturlönd. Skömmu eftir misheppnað valdarán harðlínumanna í Kommúnistaflokknum íágúst 1991 leystust Sovétríkin upp. Gorbachev sagði af sér forsetaembættinu á jóladag 1991 og þar með heyrðu Sovétríkin sögunni til. „Með stofnun Samveldis sjálfstæðra ríkja segir ég her með af mér sem forseti Sovétríkjanna,“ tilkynnti síðasti leiðtogi Sovétríkjanna þegnum þessa heimsveldis sem nú var ekki lengur til. Mikahail Gorbachev gaf Erich Honecker leiðtoga Austur Þýskalands kveðjukossinn þegar hann lýsti því yfir að hervaldi yrði ekki beitt til að tryggja veru ríkja austur Evrópu í Varsjárbandalaginu. Það leiddi til þess að þau yfirgáfu bandalagið eitt af öðru.AP/ Vladimir Putin núverandi forseti Rússlands hefur lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og kann því Gorbachev litlar þakkir. Ekki liggur fyrir hvort ríkið muni standa að útför hans á laugardag. Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra Bretlands segir Gorbachev hafa innleitt mikilvægar lýðræðisbreytingar sem núverandi forseti Rússlands sé nú að rífa niður.AP/Andrew Boyers Á Vesturlöndum er Gorbachevs hins vegar minnst með virðingu og hlýju. Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra Bretlands sagðist óttast að Putin ætlaði sér að afnema allar lýðræðisumbætur. „Mikhaíl Grobatsjov var einn af þeim sem breyttu heiminum. Og hann breytti heiminum ótvírætt til hins betra,” sagði Johnson í dag. Leiðtogar Þýskalands hafa þakkað Gorbachev endursameiningu Þýskalands og Joseph Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins sagði hann hafa valdið straumhvörfum í heimsmálunum. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins þakkar Gorbachev fyrir mikilvægar breytingar í lýðræðisátt í ríkjum austur Evrópu.AP/Petr David Josek „Mikhaíl Gorbatsjov sendi frelsisvinda inn í rússneskt samfélag. Hann reyndi að breyta kommúníska kerfinu innan frá sem reyndist ómögulegt,“ sagði Borrell. Gorbachev hafði verið veikur og á sjúkrahúsi fráþvíí júníí fyrra. Þótt núverandi ráðamenn í Moskvu gráti krókodílatárum við fráfall hans minnast fyrrverandi bandamenn og starfsmenn stofnunar hans leiðtogans fyrrverandi með hlýju. Einn þeirra er Pavel Palazhchenko túlkur hans sem fylgdi honum meðal annars á leiðtogafundinn í Höfða. Pavel Palashchenko var opinber túlkur Gorbachevs alla tíð og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík. Hann segir leiðtogann fyrrverandi hafa verið hlýjan persónuleika sem hafi átt gott samband við almenning og fjölmiðla.AP/Alexander Zemlianichenko „Ég held að hann hafi gegnt framúrskarandi hlutverki. Ég held aðóttaleysi hans, frumkvæði hans aðþeim breytingum sem hann hóf íþessu landi, landinu okkar, í Sovétríkjunum, í Rússlandi hafi leitt til varanleika margra þessara breytinga,“ sagði Palazhchenko. Sjónvarpsáhorfendur góndu klukktímunum saman á hurðarhúnin á Höfða dagana 11. til 12. október árið 1986 og biðu fregna af leiðtogafundinum. Fyrst í stað töldu menn að enginn árangur hefði veriðá fundum leiðtoganna en síðar meir telja menn að fundurinn hafi lagt grundvöllinn að miklum afvopnunarsamningum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vladimír Pútín Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. 31. ágúst 2022 12:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Mikhail Gorbachev bar með sér ferska vinda þegar hann tók við embætti aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins aðeins 54 ára gamall í mars 1985. Á undan honum höfðu tveir aldraðir leiðtogar ríkt í stuttan tíma en Sovétríkin voru fullkomlega stöðnuð eftir tuttugu og sex ára valdatíð Leonids Brezhnev og í raun gjaldþrota. Gorbachev innleiddi opna umræðu og slakaði á klóm miðstýrðs áætlanabúskaps og einsetti sér að bæta samskiptin við Vesturlönd. Skömmu eftir misheppnað valdarán harðlínumanna í Kommúnistaflokknum íágúst 1991 leystust Sovétríkin upp. Gorbachev sagði af sér forsetaembættinu á jóladag 1991 og þar með heyrðu Sovétríkin sögunni til. „Með stofnun Samveldis sjálfstæðra ríkja segir ég her með af mér sem forseti Sovétríkjanna,“ tilkynnti síðasti leiðtogi Sovétríkjanna þegnum þessa heimsveldis sem nú var ekki lengur til. Mikahail Gorbachev gaf Erich Honecker leiðtoga Austur Þýskalands kveðjukossinn þegar hann lýsti því yfir að hervaldi yrði ekki beitt til að tryggja veru ríkja austur Evrópu í Varsjárbandalaginu. Það leiddi til þess að þau yfirgáfu bandalagið eitt af öðru.AP/ Vladimir Putin núverandi forseti Rússlands hefur lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og kann því Gorbachev litlar þakkir. Ekki liggur fyrir hvort ríkið muni standa að útför hans á laugardag. Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra Bretlands segir Gorbachev hafa innleitt mikilvægar lýðræðisbreytingar sem núverandi forseti Rússlands sé nú að rífa niður.AP/Andrew Boyers Á Vesturlöndum er Gorbachevs hins vegar minnst með virðingu og hlýju. Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra Bretlands sagðist óttast að Putin ætlaði sér að afnema allar lýðræðisumbætur. „Mikhaíl Grobatsjov var einn af þeim sem breyttu heiminum. Og hann breytti heiminum ótvírætt til hins betra,” sagði Johnson í dag. Leiðtogar Þýskalands hafa þakkað Gorbachev endursameiningu Þýskalands og Joseph Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins sagði hann hafa valdið straumhvörfum í heimsmálunum. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins þakkar Gorbachev fyrir mikilvægar breytingar í lýðræðisátt í ríkjum austur Evrópu.AP/Petr David Josek „Mikhaíl Gorbatsjov sendi frelsisvinda inn í rússneskt samfélag. Hann reyndi að breyta kommúníska kerfinu innan frá sem reyndist ómögulegt,“ sagði Borrell. Gorbachev hafði verið veikur og á sjúkrahúsi fráþvíí júníí fyrra. Þótt núverandi ráðamenn í Moskvu gráti krókodílatárum við fráfall hans minnast fyrrverandi bandamenn og starfsmenn stofnunar hans leiðtogans fyrrverandi með hlýju. Einn þeirra er Pavel Palazhchenko túlkur hans sem fylgdi honum meðal annars á leiðtogafundinn í Höfða. Pavel Palashchenko var opinber túlkur Gorbachevs alla tíð og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík. Hann segir leiðtogann fyrrverandi hafa verið hlýjan persónuleika sem hafi átt gott samband við almenning og fjölmiðla.AP/Alexander Zemlianichenko „Ég held að hann hafi gegnt framúrskarandi hlutverki. Ég held aðóttaleysi hans, frumkvæði hans aðþeim breytingum sem hann hóf íþessu landi, landinu okkar, í Sovétríkjunum, í Rússlandi hafi leitt til varanleika margra þessara breytinga,“ sagði Palazhchenko. Sjónvarpsáhorfendur góndu klukktímunum saman á hurðarhúnin á Höfða dagana 11. til 12. október árið 1986 og biðu fregna af leiðtogafundinum. Fyrst í stað töldu menn að enginn árangur hefði veriðá fundum leiðtoganna en síðar meir telja menn að fundurinn hafi lagt grundvöllinn að miklum afvopnunarsamningum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Vladimír Pútín Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. 31. ágúst 2022 12:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46
Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. 31. ágúst 2022 12:34