„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 10:30 Elín Metta Jensen lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni. Getty/Dave Howarth Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn. Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti