Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 11:55 Mikhail Gorbachev og Ronald Reagan við upphaf leiðtogafundarins í Höfða 11. október 1986. AP/Scott Stewart Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. Mikhail Gorbachev reyndi að breyta skipulagi Sovétríkjanna með opnun á málfrelsi og slökun á miðstýrðum áætlanabúskap í efnahagsmálum.AP/Boris Yurchenko Mikhail Gorbachev var sjötti aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og sjöundi og síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Þegar hann tók við völdum hinn 5. mars 1985 hafi efnahagur Sovétríkjanna verið staðnaður í langan tíma og ríkið var í raun gjaldþrota eftir áratuga vígbúnaðarkapphlaup við Bandaríkin og NATO-ríkin. Gorbachev var þetta full ljóst og því lagði hann áherslu á að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Þar var við ramman reip að draga því fjórum árum áður hafði Ronald Regan tekið við sem forseti Bandaríkjanna og hann rak harða stefnu gagnvart Sovétríkjunum sem hann kallaði Heimsveldi hins illa í ræðu árið 1983. Reagan og Gorbachev varð að lokum vel til vina og entist sú vinátta til dauðadags Reagans.AP/Boris Yurchenko Þetta sama ár kynnti Reagan til sögunnar SDI varnarkerfið, sem var áætlun um eldflaugavarnir í geimnum sem gæti grandað nær öllum langdrægum kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna og var kallað stjörnustríðsáætlunin í daglegu tali. Þótt færustu vísindamenn teldu þessar hugmyndir óraunhæfar hélt Reagan þeim til streitu og Sovétmenn óttuðust kostnaðinn við að færa vígbúnaðarkapphlaupið á nýtt og dýrarar stig í geimnum. Þetta voru aðstæðurnar þegar þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Regan komu óvænt saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík dagana 11. til 12. október 1986. Þar komust þeir mjög nálægt því að semja um útrýmingu allra kjarnorkuvopna ríkja sinna en samkomulag strandaði á stjörnustríðsáætlun Reagans. Eftir valdaránstilraunina í ágúst 1991 niðurlægði Boris Yeltsin forseti Rússlands Mikhail Gorbachev forseta Sovétríkjanna með því að skipa honum að lesa yfirlýsingu sem Yeltsin hafði látið útbúa á aukafundi rússneska þingsins.AP/Boris Yurchenko Þótt leiðtogafundurinn hafi fyrst í stað verið talinn árangurslaus, eru allir helstu sérfræðingar í málefnum kalda stríðsins sammála um að á fundinum hafi ísinn verið brotinn og grunnur lagður að umfangsmiklum afvopnunarsamningum sem ríkin náðu síðar. Gorbachev kom aftur til Reykjavíkur árið 2006 þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundinum. Tilraunir Gorbachevs til umbóta í Sovétríkjunum undir slagorðunum Glasnost, eða opnun með slökun á ritskoðun og höftum á málfrelsi, og Perestroika, með losun verðlagshafta og markaðsumbótum, gengu mjög illa heima fyrir. Þrátt fyrir aukið málfrelsi hélt efnahagurinn áfram að versna. Stefna hans varð hins vegar til að berja andstöðuöflum í mörgum austur Evrópuríkjum kjark í brjóst. Fram að því að Mikhail Gorbachev varð leiðtogi Sovétríkjanna höfðu eiginkonur leiðtoga ríkisins nánast verið ósýnilegar. Raisa eiginkona Gorbachevs var hins vegar áberandi í opinberu lífi aðalritarans og forsetans og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík.AP//Laurent Rebours Eftir misheppnaða valdaránstilraun harðlínumanna í Kommúnistaflokknum þar sem Gorbachev og Raisu eiginkonu hans var haldið í gíslingu í nokkra daga í sumarhúsi leiðtogans í ágúst 1991, dvínuðu völd hans hratt. Hvert sovétlýðveldið af öðru lýsti yfir sjálfstæði sínu og Sovétríkin leystust upp í 15 ríki. Á jóladag 1991 var Sovéski fáninn dreginn niður í Kreml í hinsta sinn og sá rússneski dregninn að húni. Nokkrum mínútum áður hafði Gorbachev sagt af sér sem forseti Sovétríkjanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Þar með var draumur hans um samband sjálfstæðra lýðvelda með manneskjulegum kommúnisma var liðinn undir lok. Rússland Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkin Kalda stríðið Ronald Reagan Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Mikhail Gorbachev reyndi að breyta skipulagi Sovétríkjanna með opnun á málfrelsi og slökun á miðstýrðum áætlanabúskap í efnahagsmálum.AP/Boris Yurchenko Mikhail Gorbachev var sjötti aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og sjöundi og síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Þegar hann tók við völdum hinn 5. mars 1985 hafi efnahagur Sovétríkjanna verið staðnaður í langan tíma og ríkið var í raun gjaldþrota eftir áratuga vígbúnaðarkapphlaup við Bandaríkin og NATO-ríkin. Gorbachev var þetta full ljóst og því lagði hann áherslu á að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Þar var við ramman reip að draga því fjórum árum áður hafði Ronald Regan tekið við sem forseti Bandaríkjanna og hann rak harða stefnu gagnvart Sovétríkjunum sem hann kallaði Heimsveldi hins illa í ræðu árið 1983. Reagan og Gorbachev varð að lokum vel til vina og entist sú vinátta til dauðadags Reagans.AP/Boris Yurchenko Þetta sama ár kynnti Reagan til sögunnar SDI varnarkerfið, sem var áætlun um eldflaugavarnir í geimnum sem gæti grandað nær öllum langdrægum kjarnorkueldflaugum Sovétríkjanna og var kallað stjörnustríðsáætlunin í daglegu tali. Þótt færustu vísindamenn teldu þessar hugmyndir óraunhæfar hélt Reagan þeim til streitu og Sovétmenn óttuðust kostnaðinn við að færa vígbúnaðarkapphlaupið á nýtt og dýrarar stig í geimnum. Þetta voru aðstæðurnar þegar þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Regan komu óvænt saman til leiðtogafundar í Höfða í Reykjavík dagana 11. til 12. október 1986. Þar komust þeir mjög nálægt því að semja um útrýmingu allra kjarnorkuvopna ríkja sinna en samkomulag strandaði á stjörnustríðsáætlun Reagans. Eftir valdaránstilraunina í ágúst 1991 niðurlægði Boris Yeltsin forseti Rússlands Mikhail Gorbachev forseta Sovétríkjanna með því að skipa honum að lesa yfirlýsingu sem Yeltsin hafði látið útbúa á aukafundi rússneska þingsins.AP/Boris Yurchenko Þótt leiðtogafundurinn hafi fyrst í stað verið talinn árangurslaus, eru allir helstu sérfræðingar í málefnum kalda stríðsins sammála um að á fundinum hafi ísinn verið brotinn og grunnur lagður að umfangsmiklum afvopnunarsamningum sem ríkin náðu síðar. Gorbachev kom aftur til Reykjavíkur árið 2006 þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá leiðtogafundinum. Tilraunir Gorbachevs til umbóta í Sovétríkjunum undir slagorðunum Glasnost, eða opnun með slökun á ritskoðun og höftum á málfrelsi, og Perestroika, með losun verðlagshafta og markaðsumbótum, gengu mjög illa heima fyrir. Þrátt fyrir aukið málfrelsi hélt efnahagurinn áfram að versna. Stefna hans varð hins vegar til að berja andstöðuöflum í mörgum austur Evrópuríkjum kjark í brjóst. Fram að því að Mikhail Gorbachev varð leiðtogi Sovétríkjanna höfðu eiginkonur leiðtoga ríkisins nánast verið ósýnilegar. Raisa eiginkona Gorbachevs var hins vegar áberandi í opinberu lífi aðalritarans og forsetans og kom meðal annars með honum á leiðtogafundinn í Reykjavík.AP//Laurent Rebours Eftir misheppnaða valdaránstilraun harðlínumanna í Kommúnistaflokknum þar sem Gorbachev og Raisu eiginkonu hans var haldið í gíslingu í nokkra daga í sumarhúsi leiðtogans í ágúst 1991, dvínuðu völd hans hratt. Hvert sovétlýðveldið af öðru lýsti yfir sjálfstæði sínu og Sovétríkin leystust upp í 15 ríki. Á jóladag 1991 var Sovéski fáninn dreginn niður í Kreml í hinsta sinn og sá rússneski dregninn að húni. Nokkrum mínútum áður hafði Gorbachev sagt af sér sem forseti Sovétríkjanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Þar með var draumur hans um samband sjálfstæðra lýðvelda með manneskjulegum kommúnisma var liðinn undir lok.
Rússland Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkin Kalda stríðið Ronald Reagan Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46