Fólkið er sagt hafa ráðist á lögreglustöðina til þess að reyna að ná í fjóra einstaklinga sem voru í haldi lögreglu og grunaðir um að hafa rænt barni með albínisma og myrt móður þess. Reuters greinir frá þessu.
Barnið sé ekki enn fundið og ekkert sé vitað um ástæðurnar að baki ráninu að svo stöddu en í sumum löndum í Afríku sé börnum með albínisma rænt og talið sé að þau geti verið notuð við ákveðnar helgiathafnir.