Næst efsti maður heimslistans gengur til liðs við LIV: „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 22:31 Cameron Smith ákvað að elta peningana. Tracy Wilcox/PGA TOUR via Getty Images Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, næst efsti maður heimslistans í golfi og nýkrýndur sigurvegari á Opna breska, er genginn til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Hann segir að peningar hafi átt sinn þátt í ákvöðruninni. Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira