Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínumenn eiga sextán HIMARS-eldflaugakerfi. Rússar segjast hafa grandað fjölmörgum þeirra en bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja það kolrangt. Rússar hafa þó gert árásir á tálbeitur sem látnar eru líta út fyrir að vera HIMARS. Getty/Anastasia Vlasova Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17