Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:25 Friðrik Jónsson vill mæta tímanlega við samningaborðið. Tafir á samningum kosti launafólk. Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“ Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“
Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47