Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 11:50 Þótt Úkraínumenn sæki nú fram í suðurhluta Úkraínu gera Rússar enn stöðugar árásir í austurhluta landsins. Hér má sjá konur leita skjóls í kjallara undan stöðugum eldflaugaárásum Rússa á bæinn Sloviansk skammt frá borginni Kramatorsk í Donetsk héraði. AP//Leo Correa Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17