Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2022 19:11 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“ Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“
Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira