„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 14:59 Einar telur þjóðháttafræðinginn Árna Böðvarsson alveg úti á túni með það að ekki megi kenna landsnámsmenn við víkinga. Svo mikið sé víst að ekki lögðust þeir „í bónda“. vísir/einar/vilhelm Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar. Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar.
Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira